Tuesday, November 20, 2012


Frístundavagn Fylkis mun frá og með 17. september 2012 til 30. apríl 2013 keyra samkvæmt meðfylgjandi skipulagi í tengslum við æfingar í Norðlingaholti, í Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg.  Vagninn verður í fríi í kringum jólin (15. desember til 6. janúar) og í kringum páskana ( 23. mars til 1. apríl ).

Sú breyting hefur verið gerð frá fyrra skipulagi að vagninn er á ferðinni milli kl. 14:00 og 17:00. Einnig geta iðkendur nýtt sér vagninn til og frá æfingum en ekki bara á æfingastað eins og fyrirkomulagið var.

 Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessari áætlun vegna mögulegrar breytinga á fjármögnum, æfingatímum og þátttöku. 

Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. Bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla.  Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Skráning í frístundavagninn fer fram á heimasíðu Fylkis www.fylkir.com.  Allir sem ætla að nýta sér vagninn verða að skrá sig ( líka eldri ).  

Dagskrá vagnsins verður gefin út á heimasíðu Fylkis og er mikilvægt að fylgjast vel með þeim breytingum sem upp kunnu að koma. Það þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir að fara með vagninum eins og staðan er núna.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.

Þar sem enginn auka starfmaður verður í vagninum er það á ábyrgð foreldra að börnin fari út á réttum stað og skili sér á æfingu.                                     

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er.                               Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra. 

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með.  Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umræddum tíma.

Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson                                      hordur@fylkir.com / 571-5604.  Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

No comments:

Post a Comment