Thursday, February 28, 2013

Mót 3.mars

Halló allir!

Á sunnudaginn, 3.mars, verður mót haldið fyrir 8.flokk. Mótið er í Mýrinni, Stjarnan.
Við verðum með tvö lið, Fylkir1 og Fylkir2.
Gott er að koma með nesti þar sem við verðum í nokkra klukkutíma og strákarnir þurfa góða orku á milli leikja:) Bannað er að koma með nammi eða orkudrykki.
Allir sem eiga búning eiga að koma með hann (ef einhver á aukabúnin væri frábært ef þið gætuð tekið þá með) en annars er nóg að mæta í appelsínugulum bol.
Ég mun segja liðin á æfingunni á morgun, 1.mars, og set svo í framhaldi að því liðin hér inná síðuna.

Leikirnir eru svona:

Fylkir2:
Fram-Fylkir 8:30    Völlur 4
Fylkir-HK 9:30      Völlur 4
Fylkir-IR   10:00    Völlur 4
Afturelding-Fylkir 10:30  Völlur 3

MÆTING HJÁ FYLKIR2 KL 8:10.

Fylkir1:
Fylkir-Afturelding 11:00  Völlur 2
Fram-Fylkir  12:15         Völlur 1
FH-Fylkir 12:45             Völlur 1
Valur-Fylkir 13:45          Völlur 1

MÆTING HJÁ FYLKIR2 KL 10:40.

Ef einhverjar spurningar vakna þá geti þið haft samband við mig:
email - kolbrunospe@kvenno.is
gms - 8452051

Ég þarf staðfestingu frá fleirum um það hverjir ætla að mæta! Einungis 4 búnir að staðfesta mætingu. Fínt væri að fá það fyrir æfinguna á morgun!

Kveðja,
Kolbrún Ósk

Monday, February 18, 2013

 Strákarnir í 6.flokki eru beðnir um að mæta í búningunum sínum Fylkisbúning, fylkisbuxum og í hvítum sokkum. Þeir eiga að leiða karlaliðið inn á völlinn. Mæting í andyri Fylkishallar klukkan 19.40.  - En af sjálfsögðu mæta þeir í pylsur klukkan 17.00 og sjá kvennaleikinn líka. 

Handboltaveisla í Fylkishöll á morgun. Yngri flokkar boðnir í handboltaveislu á morgun. Grill og gos fyrir leik, mætum og styðjum okkar lið. Trommur og borðar velkomnir. Áfram Fylkir. 


Tuesday, February 5, 2013

Æfingar




Mér þykir mjög leitt að þjálfari hafi komið of seint á æfingu á miðvikudaginn var. Þetta orsakast af því að ég er komin með nýja stundatöflu í skólanum sem þýðir að ég er mjög tæp á að ná æfingum á miðvikudögunum í tæka tíð og það varð smá misskilningur á milli mín og Hallfríðar. Í samráði við barna- og unglingaráð hef ég því ákveðið að sleppa miðvikudagsæfingunum og mun Hemmi sem var með flokkinn í fyrra koma inn á þær. Ég mun halda áfram með föstudagsæfingarnar og vera aðalþjálfari áfram.

Sjáumst hress á æfingum:)

Handboltakveðja,
Kolbrún Ósk