Friday, December 28, 2012


: Uppákoma fyrir krakka eftir leik Íslands og Túnis


Sæl öll


Eftir seinni leik Íslands og Túnis þá mun HSÍ vera með uppákomu fyrir krakka þar sem þau fá að hitta landsliðsmenn og konur, fá að láta taka af sér myndir með þeim, fá áritaðar myndir og spreyta sig á handboltaþrautum.


Þessi uppákoma byrjar strax eftir leikinn á laugardag, og stendur í klukkutíma.


Vinsamlegast látið sem flesta af ykkar krökkum vita af þessu.


Þessi uppákoma verður líka kynnt í fjölmiðlum í dag og á morgun.


Kær kveðja


Árni Stefánsson

Verkefnastjóri fræðslu

Saturday, December 15, 2012

Pizzupartý!


Hæ hó!

Minni á pizzapartý á mánudaginn á Blásteini! Mæting kl 17.00 og þetta verður búið um 19.00. Partýið kostar 500 kr.
Þetta verður seinasta æfingin okkar fyrir jól og svo munum við byrja aftur 2.janúar. 

Hlakka til að sjá sem flesta og eigi þið gleðileg jól!:)

Jólakveðja,
Kolbrún Ósk og Hallfríður Elín

Wednesday, December 12, 2012

Minnum foreldra á frístundastyrk Reykjavíkurborgar 2012 sem rennur út um áramótin. Endilega skráið ykkur inn á Rafræn Reykjavík og ráðstafið honum. Annars fyrnist hann.

Kveðja
BUR

Thursday, December 6, 2012

Heil og sæl.

Árbæjarskóli og Norðlingasskóli loka húsum sínum 15.desember í ár.

Í tilefni af EM- hvetjum við krakkana að bjóða vinum með sér á æfingu í desember til að prófa.

Kveðja
Barna og unglingaráð Fylkis

Thursday, November 22, 2012

Barna og unglingráð vil minna foreldra á að ganga frá æfingagjöldum sem fyrst. Ef æfingagjöld hafa ekki verið greidd fyrir iðkanda er honum ekki heimilt að taka þátt í mótum sem flokkurinn fer á (gildir frá 1. nóvember fyrir haustönnina og 1. mars fyrir vorönnina).

Tuesday, November 20, 2012


Frístundavagn Fylkis mun frá og með 17. september 2012 til 30. apríl 2013 keyra samkvæmt meðfylgjandi skipulagi í tengslum við æfingar í Norðlingaholti, í Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg.  Vagninn verður í fríi í kringum jólin (15. desember til 6. janúar) og í kringum páskana ( 23. mars til 1. apríl ).

Sú breyting hefur verið gerð frá fyrra skipulagi að vagninn er á ferðinni milli kl. 14:00 og 17:00. Einnig geta iðkendur nýtt sér vagninn til og frá æfingum en ekki bara á æfingastað eins og fyrirkomulagið var.

 Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessari áætlun vegna mögulegrar breytinga á fjármögnum, æfingatímum og þátttöku. 

Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. Bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla.  Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Skráning í frístundavagninn fer fram á heimasíðu Fylkis www.fylkir.com.  Allir sem ætla að nýta sér vagninn verða að skrá sig ( líka eldri ).  

Dagskrá vagnsins verður gefin út á heimasíðu Fylkis og er mikilvægt að fylgjast vel með þeim breytingum sem upp kunnu að koma. Það þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir að fara með vagninum eins og staðan er núna.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.

Þar sem enginn auka starfmaður verður í vagninum er það á ábyrgð foreldra að börnin fari út á réttum stað og skili sér á æfingu.                                     

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er.                               Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra. 

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með.  Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umræddum tíma.

Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson                                      hordur@fylkir.com / 571-5604.  Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

Wednesday, November 14, 2012

Netfang foreldra

Halló halló:)

Það væri frábært ef allir foreldrar gætu sent mér póst á kolbrunospe@kvenno.is úr netfangi sem þeir nota með nafni barns og kennitölu.

Þar sem öll skilaboð komast ekki alltaf til skila þá mun ég sendi póst með mikilvægum upplýsingum eða ef eitthvað er að gerast.

Kveðja,
Kolbrún Ósk

Friday, November 9, 2012

Foreldrafundur

Vil minna alla foreldra á foreldrafundinn í kvöld kl 17.00 (eða beint eftir æfinguna) í tengibyggingunni í Fylkishöll.

Einnig er náttfatapartý á æfingunni og eiga allir að mæta í náttfötum:)

Kveðja,
Kolbrún Ósk
s. 8452051

Tuesday, November 6, 2012



Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fjölmenna á Villibráðarkvöld Fylkis og kynnast aðeins betur.

Hið árlega Villibráðarkvöld Fylkis verður haldið laugardaginn 17. nóvember. Handknattleiksdeildin hefur staðið fyrir þessum viðburði síðustu ár og er þetta nú eitt glæsilegasta villibráðarhlaðborð landsins. Í fyrra urðu því miður margir frá að hverfa þar sem miðar seldust upp. Að þessu sinni flytjum við því hátíðina upp í Fáksheimili sem rýmra verður um mannskapinn og hægt að taka á móti fleiri gestum.
Veislustjórnin verður að þessu sinni í höndum Bjarna töframanns og einhver skemmtiatriði verða að auki. Áður en matarveislan hefst verður vínkynning; það verður happdrætti með fjölda glæsilegra vinninga og að borðhaldi loknu mun hljómsveitin Með allt að láni leika fyrir dansi líkt og undanfarin ár. Miðaverð er kr. 6.900 og hefst miðasala í afgreiðslu Fylkishallar í byrjun nóvember.
Allir Fylkismenn og aðrir unnendur góðrar villibráðar eru hvattir til að mæta - en þarna fá menn með í kaupunum skemmtun og dansleik til viðbótar við frábært villibráðarhlaðborð, um leið og menn styðja við bakið á mikilvægu íþróttastarfi hjá Fylki.
Líkt og undanfarin ár er matseðillinn einstaklega glæsilegur:

Forréttir:
Hreindýrapaté með sultuðum rauðlauk og heimalöguðu rifsberjahlaupi
Grafið lamb með bláberja-vinaigrette
Grafið og reykt nautafile með piparrótarrjóma
Gæsapaté
Villibráðar-tartar með capers og piparrót
Grafnar gæsabringur
Heitreyktar gæsabringur með jarðarberjasósu
Lax í sítrus
Reykt silungamús með hvítlaukssósu
Laxatartar með capers og lime
Heitreykt önd mað jarðarberjasósu og sesam-rucola
Aðalréttir:
Hreindýrabollur í gráðostasósu
Villikryddaðar gæsabringur
Lamba læri í kryddjurtum
Meðlæti:
Ferskt grænmeti
Waldorf salat
Gratin kartöflur
Rifsberjasulta og rauðlaukssulta
Rauðvínslegnar perur
Villibráðarsósa
Nýbakað brauð
Eftirréttur:
Súkkulaðikaka með berjum og rjóma

Friday, November 2, 2012

Æfingar falla niður í dag vegna veðurs.


Vegna tilmæla frá Almannavörnum sem hafa beint því til okkar að hugsa um að börn verði ekki hleypt einum úr eða í frístundastarf í dag, en spáð er öðrum veðurhvelli síðdegis.
Kveðja
BUR

Wednesday, October 31, 2012

Æfingagjöldin eru notuð til að greiða þjálfurum laun og borga mótagjöld og þess háttar.

Einnig má minna á að systkinaafsláttur og millideildarafsláttur fellur niður 1.nóv.

Greiðslur æfingagjalda hjá yngri flokkunum hafa farið óvenju rólega af stað í haust.
Staðan á reikningi félagsins er ekki góð og komið að næsta útborgunardegi launa hjá þjálfurum. Því bið við ykkur um að greiða æfingagjöldin sem fyrst (þau sem að hafa ekki gert það).

Best væri ef þið greidduð þau beint inn á reikning barna- og unglingaráðs hkd, 331-26-5805, kennitala 571083-0519 og setja í skýringu Æfingagjald, nafn barns og flokk.
Æfingagjöldin fyrir veturinn  en hægt er að skipta greiðslunum í tvennt, fyrir haustönn og vorönn.

Ef þið eigið eftir að nota frístundarstyrkinn fyrir 2012 þá endilega nota hann því hann fellur niður um áramót.

Á þessari slóð eru frekari upplýsingar um æfingagjöldin:

Friday, October 26, 2012



Eitt mót verður hjá 8.flokk í vetur og verður það haldið í Garðabænum.  Auglýst síðar.

8.flokkur karla strákar fæddir 2005 og 2006
 Þjálfari:
Kolbrún Pétursdóttir845-2051 begin_of_the_skype_highlighting 845-2051