Monday, December 16, 2013

Handboltaakademía Fylkis verður milli jóla og ný árs, 27.des / 28.des / 30.des. Boðið verður upp á akademíu bæði fyrir stráka og stelpur í 5. og 6. flokki Verð: 4900 kr (svo er 5% afsláttur í NORA) innifalið 3 x 1,5 tíma æfingar og bolur.

Einnig námskeið fyrir 7.-8 flokk: 3500 kr innifalið 3 x 60 mín æfingar og bolur. Úrvals þjálfarar. Einstaklingsmiðuð þjálfun, krakkarnir tóku miklum framförum á akademíunni í fyrra. Skiptingin er: Stelpur 5. og 6. flokkur 10.15 - 11.45. Strákar 5. og 6. flokkur 13:00 - 14.30.
7-8 flokkur stelpur/strákar saman frá klukkan 12.00 til 13.00. Takmarkaður fjöldi kemst á akademíuna.  Fyrstir koma fyrstir fá. - Tilvalið í jólapakkann. - Skráning hefst í dag á https://fylkir.felog.is/

Monday, September 2, 2013


Nú er handboltavertíðin hafin og æfingar hjá öllum yngri flokkum byrja í þessari viku.

Mikilvægt er að foreldrar skrái börnin sín strax í nýja skráningarkerfið sem Fylkir hefur tekið í notkun. Ef þið hafið ekki notað þetta áður þá þarf að nýskrá barnið í fyrstu en síðan er barnið skráð á hvert og eitt námskeið sem það hyggst taka þátt í.  Nora skráningakerfið er aðgengilegt á heimasíðu Fylkis  fylkir.com og þar er einnig að finna handbók sem leiðir ykkur áfram.  Ef eitthvað er óljóst í sambandi við skráningarferlið þá endilega hafið samband við starfsfólk Fylkishallar.

Hér koma nokkrar gagnlegar upplýsingar varðandi fyrirkomulag æfingargjalda handboltans þennan vetur.

  • Þeir sem fullgreiða æfingargjöldin fyrir lok 30. September fá 10% staðgreiðsluafslátt af  æfingargjöldunum
  • Systkinaafsláttur er 5% sem reiknast á öll systkin
  • Það er 5% millideildarafsláttur milli allra deilda  innan Fylkis
  • Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli og dreifa  greiðslum til 3. mánaða.  Athugið að kr. 390 leggst ofan á hverja greiðslu greiðsluseðla. 

Frístundavagn Fylkis mun frá og með 9. september 2013 til 30. apríl 2014 keyra samkvæmt   skipulagi í tengslum við æfingar í Norðlingaholti, í Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg.  Hægt er að sjá áætlun frístundavagnsins á heimasíðu Fylkis  fylkir.com  Foreldrar eru eindregið hvattir til að nýta sér þennan þægileg fararmáta fyrir barnið. 

 

 

 

Friday, May 10, 2013

Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans

Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans verður í Fylkishöll mánudaginn 13.maí. maí kl. 17:30. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, þjálfarar fara yfir gang mála í vetur og veita viðurkenningar. Allir iðkendur og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna á uppskeruhátíðina. Eins og áður þá sameinumst við um veitingar og eru foreldrar
vinsamlegast beðnir að koma með heimabakstur á hátíðina en drykkir verða í boði BUR.

Uppskeruhátíð

http://fylkir.com/index.php?option=com_content&view=article&id=1487:uppskeruhatie-handboltans-vereur-13-mai&catid=46:handboltafrettir&Itemid=82

Halló halló!

Nú eru æfingarnar búnar og við endum árið með uppskeruhátíð Fylkis á mánudaginn kl 17.30 :)

Allir að koma með eitthvað á hlaðborðið en BUR mun sjá um drykki:) Allir fá viðurkenningu fyrir frábært ár!

Hlökkum til að sjá ykkur og takk æðislega fyrir veturinn!

Kveðja,
Kolbrún og Hallfríður

Wednesday, March 6, 2013

Allar æfingar falla niður í dag vegna veðurs.

Kveðja
Barna og unglingaráð.

EKKI æfing í dag

Sælir strákar og foreldrar,

Æfingin í dag fellur niður vegna óveðurs og ófærðar. Sjáumst allir hressir og kátir á föstudaginn!


Kv, Hemmi þjálfari

Friday, March 1, 2013

Mót 3.mars

Liðin fyrir sunnudaginn:

Fylkir1

Einar
Kári
Hilmar
Dagur
Snæþór
Sverrir
Heiðar


MÆTING 10:40

Fylkir 2


Darri
Símon
Púká
Ívar
Sölvi
Friðgeir
Stefán


MÆTING 8:10


Allir að mæta í appelsínugulum treyjum og með hollt og gott nesti:)

og auðvitað með góða skapið :D

Ef einhvern vantar á listan bara láta mig vita þar sem ég er ekki búin að fá fleiri staðfestingar:)

Hlökkum til að sjá ykkur hress á sunundaginn!

Kveðja,
Kolbrún Ósk og Hallfríður Elín