Monday, December 16, 2013

Handboltaakademía Fylkis verður milli jóla og ný árs, 27.des / 28.des / 30.des. Boðið verður upp á akademíu bæði fyrir stráka og stelpur í 5. og 6. flokki Verð: 4900 kr (svo er 5% afsláttur í NORA) innifalið 3 x 1,5 tíma æfingar og bolur.

Einnig námskeið fyrir 7.-8 flokk: 3500 kr innifalið 3 x 60 mín æfingar og bolur. Úrvals þjálfarar. Einstaklingsmiðuð þjálfun, krakkarnir tóku miklum framförum á akademíunni í fyrra. Skiptingin er: Stelpur 5. og 6. flokkur 10.15 - 11.45. Strákar 5. og 6. flokkur 13:00 - 14.30.
7-8 flokkur stelpur/strákar saman frá klukkan 12.00 til 13.00. Takmarkaður fjöldi kemst á akademíuna.  Fyrstir koma fyrstir fá. - Tilvalið í jólapakkann. - Skráning hefst í dag á https://fylkir.felog.is/

Monday, September 2, 2013


Nú er handboltavertíðin hafin og æfingar hjá öllum yngri flokkum byrja í þessari viku.

Mikilvægt er að foreldrar skrái börnin sín strax í nýja skráningarkerfið sem Fylkir hefur tekið í notkun. Ef þið hafið ekki notað þetta áður þá þarf að nýskrá barnið í fyrstu en síðan er barnið skráð á hvert og eitt námskeið sem það hyggst taka þátt í.  Nora skráningakerfið er aðgengilegt á heimasíðu Fylkis  fylkir.com og þar er einnig að finna handbók sem leiðir ykkur áfram.  Ef eitthvað er óljóst í sambandi við skráningarferlið þá endilega hafið samband við starfsfólk Fylkishallar.

Hér koma nokkrar gagnlegar upplýsingar varðandi fyrirkomulag æfingargjalda handboltans þennan vetur.

  • Þeir sem fullgreiða æfingargjöldin fyrir lok 30. September fá 10% staðgreiðsluafslátt af  æfingargjöldunum
  • Systkinaafsláttur er 5% sem reiknast á öll systkin
  • Það er 5% millideildarafsláttur milli allra deilda  innan Fylkis
  • Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli og dreifa  greiðslum til 3. mánaða.  Athugið að kr. 390 leggst ofan á hverja greiðslu greiðsluseðla. 

Frístundavagn Fylkis mun frá og með 9. september 2013 til 30. apríl 2014 keyra samkvæmt   skipulagi í tengslum við æfingar í Norðlingaholti, í Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg.  Hægt er að sjá áætlun frístundavagnsins á heimasíðu Fylkis  fylkir.com  Foreldrar eru eindregið hvattir til að nýta sér þennan þægileg fararmáta fyrir barnið. 

 

 

 

Friday, May 10, 2013

Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans

Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans verður í Fylkishöll mánudaginn 13.maí. maí kl. 17:30. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, þjálfarar fara yfir gang mála í vetur og veita viðurkenningar. Allir iðkendur og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna á uppskeruhátíðina. Eins og áður þá sameinumst við um veitingar og eru foreldrar
vinsamlegast beðnir að koma með heimabakstur á hátíðina en drykkir verða í boði BUR.

Uppskeruhátíð

http://fylkir.com/index.php?option=com_content&view=article&id=1487:uppskeruhatie-handboltans-vereur-13-mai&catid=46:handboltafrettir&Itemid=82

Halló halló!

Nú eru æfingarnar búnar og við endum árið með uppskeruhátíð Fylkis á mánudaginn kl 17.30 :)

Allir að koma með eitthvað á hlaðborðið en BUR mun sjá um drykki:) Allir fá viðurkenningu fyrir frábært ár!

Hlökkum til að sjá ykkur og takk æðislega fyrir veturinn!

Kveðja,
Kolbrún og Hallfríður

Wednesday, March 6, 2013

Allar æfingar falla niður í dag vegna veðurs.

Kveðja
Barna og unglingaráð.

EKKI æfing í dag

Sælir strákar og foreldrar,

Æfingin í dag fellur niður vegna óveðurs og ófærðar. Sjáumst allir hressir og kátir á föstudaginn!


Kv, Hemmi þjálfari

Friday, March 1, 2013

Mót 3.mars

Liðin fyrir sunnudaginn:

Fylkir1

Einar
Kári
Hilmar
Dagur
Snæþór
Sverrir
Heiðar


MÆTING 10:40

Fylkir 2


Darri
Símon
Púká
Ívar
Sölvi
Friðgeir
Stefán


MÆTING 8:10


Allir að mæta í appelsínugulum treyjum og með hollt og gott nesti:)

og auðvitað með góða skapið :D

Ef einhvern vantar á listan bara láta mig vita þar sem ég er ekki búin að fá fleiri staðfestingar:)

Hlökkum til að sjá ykkur hress á sunundaginn!

Kveðja,
Kolbrún Ósk og Hallfríður Elín


Thursday, February 28, 2013

Mót 3.mars

Halló allir!

Á sunnudaginn, 3.mars, verður mót haldið fyrir 8.flokk. Mótið er í Mýrinni, Stjarnan.
Við verðum með tvö lið, Fylkir1 og Fylkir2.
Gott er að koma með nesti þar sem við verðum í nokkra klukkutíma og strákarnir þurfa góða orku á milli leikja:) Bannað er að koma með nammi eða orkudrykki.
Allir sem eiga búning eiga að koma með hann (ef einhver á aukabúnin væri frábært ef þið gætuð tekið þá með) en annars er nóg að mæta í appelsínugulum bol.
Ég mun segja liðin á æfingunni á morgun, 1.mars, og set svo í framhaldi að því liðin hér inná síðuna.

Leikirnir eru svona:

Fylkir2:
Fram-Fylkir 8:30    Völlur 4
Fylkir-HK 9:30      Völlur 4
Fylkir-IR   10:00    Völlur 4
Afturelding-Fylkir 10:30  Völlur 3

MÆTING HJÁ FYLKIR2 KL 8:10.

Fylkir1:
Fylkir-Afturelding 11:00  Völlur 2
Fram-Fylkir  12:15         Völlur 1
FH-Fylkir 12:45             Völlur 1
Valur-Fylkir 13:45          Völlur 1

MÆTING HJÁ FYLKIR2 KL 10:40.

Ef einhverjar spurningar vakna þá geti þið haft samband við mig:
email - kolbrunospe@kvenno.is
gms - 8452051

Ég þarf staðfestingu frá fleirum um það hverjir ætla að mæta! Einungis 4 búnir að staðfesta mætingu. Fínt væri að fá það fyrir æfinguna á morgun!

Kveðja,
Kolbrún Ósk

Monday, February 18, 2013

 Strákarnir í 6.flokki eru beðnir um að mæta í búningunum sínum Fylkisbúning, fylkisbuxum og í hvítum sokkum. Þeir eiga að leiða karlaliðið inn á völlinn. Mæting í andyri Fylkishallar klukkan 19.40.  - En af sjálfsögðu mæta þeir í pylsur klukkan 17.00 og sjá kvennaleikinn líka. 

Handboltaveisla í Fylkishöll á morgun. Yngri flokkar boðnir í handboltaveislu á morgun. Grill og gos fyrir leik, mætum og styðjum okkar lið. Trommur og borðar velkomnir. Áfram Fylkir. 


Tuesday, February 5, 2013

Æfingar




Mér þykir mjög leitt að þjálfari hafi komið of seint á æfingu á miðvikudaginn var. Þetta orsakast af því að ég er komin með nýja stundatöflu í skólanum sem þýðir að ég er mjög tæp á að ná æfingum á miðvikudögunum í tæka tíð og það varð smá misskilningur á milli mín og Hallfríðar. Í samráði við barna- og unglingaráð hef ég því ákveðið að sleppa miðvikudagsæfingunum og mun Hemmi sem var með flokkinn í fyrra koma inn á þær. Ég mun halda áfram með föstudagsæfingarnar og vera aðalþjálfari áfram.

Sjáumst hress á æfingum:)

Handboltakveðja,
Kolbrún Ósk


Sunday, January 13, 2013

Vinavikur – nýir iðkendur æfa frítt í 2 vikur


Meðan HM stendur yfir verða vinavikur í handboltanum en þá eiga allir iðkendur að bjóða vinum sínum með á æfingar til að prófa. Það eru allir velkomnir á æfingar þennan tíma.

Í lok janúar verður svo bekkjarmót í handbolta, þar sem hver bekkur getur sent lið í keppni við aðra skóla í Árbænum. Keppt verður í 5,6 og 7 bekk.
BUR.

Friday, January 4, 2013

Hæ.
Vegna veikinda  byrjum við næstkomandi miðvikudag 9 janúar.
Sjáumst hress.
Kolla og Hallfríður.