Friday, December 28, 2012


: Uppákoma fyrir krakka eftir leik Íslands og Túnis


Sæl öll


Eftir seinni leik Íslands og Túnis þá mun HSÍ vera með uppákomu fyrir krakka þar sem þau fá að hitta landsliðsmenn og konur, fá að láta taka af sér myndir með þeim, fá áritaðar myndir og spreyta sig á handboltaþrautum.


Þessi uppákoma byrjar strax eftir leikinn á laugardag, og stendur í klukkutíma.


Vinsamlegast látið sem flesta af ykkar krökkum vita af þessu.


Þessi uppákoma verður líka kynnt í fjölmiðlum í dag og á morgun.


Kær kveðja


Árni Stefánsson

Verkefnastjóri fræðslu

Saturday, December 15, 2012

Pizzupartý!


Hæ hó!

Minni á pizzapartý á mánudaginn á Blásteini! Mæting kl 17.00 og þetta verður búið um 19.00. Partýið kostar 500 kr.
Þetta verður seinasta æfingin okkar fyrir jól og svo munum við byrja aftur 2.janúar. 

Hlakka til að sjá sem flesta og eigi þið gleðileg jól!:)

Jólakveðja,
Kolbrún Ósk og Hallfríður Elín

Wednesday, December 12, 2012

Minnum foreldra á frístundastyrk Reykjavíkurborgar 2012 sem rennur út um áramótin. Endilega skráið ykkur inn á Rafræn Reykjavík og ráðstafið honum. Annars fyrnist hann.

Kveðja
BUR

Thursday, December 6, 2012

Heil og sæl.

Árbæjarskóli og Norðlingasskóli loka húsum sínum 15.desember í ár.

Í tilefni af EM- hvetjum við krakkana að bjóða vinum með sér á æfingu í desember til að prófa.

Kveðja
Barna og unglingaráð Fylkis